Teipaðu með trausti-lærðu að forðast meiðsli og bæta frammistöðu

Við bjóðum upp á kennslu í notkun teips til að hámarka öryggi og koma í veg fyrir meiðsli við hreyfingu. Með réttri notkun teipsins geta meðlimir öðlast sjálfstraust og þekkingu til að tryggja öryggi sitt með ítarlegum leiðbeiningum frá LOGN.

Um Meiðslin

Jumper’s knee er álagssmeiðsli sem hefur áhrif á hnéskeljarsinina ( patellar tendon). Þessi meiðsli koma oft fram hjá íþróttafólki sem stunda íþróttir sem krefjast mikils hopps eða hraðar hreyfingar eins og t.d. í körfubolta, handbolta, blaki og fótbolta.

Ökklameiðsli eru algeng meiðsli sem geta haft áhrif á einstaklinga á öllum aldri. Oftast gerast ökklameiðsli vegna þess að ökklinn snýst eða spennist óeðlilega. Þessi meiðsli koma oft fyrir við íþróttaiðkun, óhappaslys eða einfaldlega vegna þess að stigið er illa niður.

Hnémeiðsli eru algeng meðal íþróttamanna og einstaklinga sem taka þátt í líkamlegri áreynslu. Þau geta einnig komið fram við hversdagsleg óhöpp. Hnéð er flókið liðamót sem heldur saman vöðvum, sinum, liðböndum og beinum. Þess vegna geta meiðsli á þessu svæði haft mikil áhrif á hreyfigetu.

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum